Sjöunda mótið í hinni glæsilegu Le Kock mótaröð fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld og var metþátttaka! Enski stórmeistarinn Simon Williams hafði fyrir all löngu tilkynnt komu sína og laðaði það keppendur að og færri komust að en vildu! Vignir Vatnar var stigahæstur keppenda en stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson auk fyrrnefnds Simon Williams voru allir til í að gera atölgu að toppsætinu!

Vignir tapaði strax í 2. umferð gegn Stephan Briem og opnaði það mótið strax upp á gátt. Þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Jóhann Ingvason (nokkuð óvænt) voru fyrstir úr startholunu og unnu fjórar fyrstu skákir sínar. Hannes tók innbyrðis viðureignina í fimmtu umferð og leit vel út!

Helgi Áss lagði Hannes að velli í 6. umferð og leikar jöfnuðust töluvert! Helgi hafði 5,5 vinnign en fjórir skákmenn 5 vinninga. Helgi gerði jafntefli við Vigni og Hilmir blandaði sér í toppbaráttuna, hann og Helgi höfðu 6 vinninga af 7 mögulegum!

Þeir Helgi og Hilmir skildu jafnir í næstsíðustu umferð og fjölmargir skákmenn voru tilbúnir að gera atlögu að toppsætinu aðeins hálfum vinningi á eftir þeim fyrir lokaumferðina.

Helgi var vandanum vaxinn í lokaumferðinni og sigur hans gegn danska skákmanninum Mikkel Manrosi tryggð sigurinn. Hilmir gerði jafntefli gegn Oliver sem gerði Hannesi kleyft að „stela“ 2. sætinu með því að leggja Björn að velli.

Heilt yfir æsispennadi mót þar sem leikar réðust ekki fyrr en síðustu skák var lokið!

Lokastaðan – efstu menn:

  1. GM Helgi Áss Grétarsson – 7,5 vinningar
    60,000kr + Gjafakarfa frá Innnes


  2. GM Hannes H. Stefánsson – 7 vinningar
    40,000kr + Gjafakarfa frá Innnes


    Gaman að Hannesi ynni gjafakörfu frá Innes!
  3. IM Hilmir Freyr Heimisson – 7 vinningar
    20,000kr + Gjafakarfa frá Innnes

     

U2000 Verðlaun

Það var hinn ungi Birkir Hallmundarson sem hrifsaði til sín U2000 verðlaunin að þessu sinni en var farinn þegar verðlaunaafhending fór fram. Hann fær sín verðlaun að sjálfsögðu!

U2000: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes

Efsta konan

það var Jóhanna Björg sem hafði betur í harðri baráttu um kvennaverðlaunin eftir sigur í lokaumferðinni. Baráttan um kvennaverðlaunin hefur verið skemmtileg og hafa landsliðskonurnar skipt þessum verðlaun nokkuð „systurslega“ sín á milli!


Efsta konan: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes

Efsti stigalausi

Það var Jóhannes Arason sem varð efstur stigalausra að þessu sinni.

Efsti stigalausi: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes

Stig í mótaröðinni eftir sjö mót

Eins og sjá má hafa sjö skákmenn tryggt sig áfram á Lokamótið en ljóst að baráttan á áttunda mótinu verður gróthörð um síðustu sætin! Hægt er að sjá stöðuna á Google Sheets 

Fyrsta mótið fór fram í maí þar sem stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson varð hlutskarpastur. Mót númer tvö vann Vignir Vatnar sjálfur eins og þriðja mótið. Róbert Lagerman tók svo fjórða mótið og Örn Leó það fimmta. Það var svo Vignir Vatnar sem vann sjötta.

12 efstu keppendur á samanlögðum stigum (6/8 bestu mótum gilda) tefla svo til úrslita í beinni útsendingu, þar verða verðlaunin eftirfarandi:

  1. X TBA
  2. X TBA
  3. X TBA

Áskrifendur VignirVatnar.is fá frítt í mótið!

Takk fyrir,  Le Kock og VignirVatnar.is.

Mótið á chess-results

- Auglýsing -