Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025-26 stendur nú yfir í öllum deildum. Skákdeild KR byrjar einstaklega vel í Úrvalsdeild en ansi margar sveiir hafa látið til sín taka í fyrri hlutanum og ætla greinilega að skipta um deild!
1. deild
2. deild
2. deildin lítur út fyrir að vera mjög jöfn í ár. SSON unnu góðan sigur gegn KR-c en lítið er hægt að sjá á milli stigalega á milli liðanna. Skak.is spáir grjótharðri keppni í 2. deildinni!
3. deild
Miðað við uppstillingar í 1. umferð virðist eins og Víkingaklúbburinn b-sveit og Skákfélag Íslands muni slást um að komast upp úr þessari deild!
4. deild
64 mislyndir biskupar mættu með fallbyssu í hnífabardaga og ættu að fara nokkuð auðveldlega upp! Skak.is spáir því hinsvegar að baráttan um 2. sætið gæti orðið nokkuð hörð!

2. umferð í 1-4. deild fer fram á morgun klukkan 11:00 og á sama tíma fáum við 3. umferð í Úrvalsdeild.
Tímamörk:
- Úrvalsdeild: 90 mínútur fyrir fyrstu 40 leiki, auk 15 mínútna eftir 40 leiki, með 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.
- Aðrar deildir: 90 mínútur á skákina með 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.
Síðari hluti mótsins:
Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025-26 er áætlaður dagana 5.–8. mars 2026.















