Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025-26 fór fram um helgina í Rimaskóla. Teflt var í fimm deildum og nokkur hundruð skákmenn sem spreyttu sig á reitunum 64.  stendur nú yfir í öllum deildum. Skákdeild KR byrjar einstaklega vel í Úrvalsdeild, TG leiðir í tveimur deildum og 64 Mislyndir Biskupar virðast ætla að „eyða“ 4. deildinni.

Úrvaldsdeild

KR hafa farið vel af stað í Úrvaldsdeildinni og aðeins leyft eitt jafntefli. Taflfélag Reykjavíkur sitja í fallstæti sem sætir tíðindum! Fjölnismenn eiga séns á að berjast um titilinn við KR en Vestmannaeyjar þurfa hreinsun í seinni hlutanum til að eiga möguleika.

1. deild

Taflfélag Garðabæjar eru efstir ásamt Akureyringum en Garðabær hefur náð fleiri vinningum. TR-b sveit gæti átt inni góðan seinni hluta ef raðirnar þéttast hjá A-liðinu í seinni hlutanum en toppliðin eiga öll eftir að tefla innbyrðis.

2. deild

Taflfélag Garðabæjar hafa jafn mörg stil og Dímon en hafa náð einum vinningi fleira. Liðin mætast í seinni hlutanum.

3. deild

Skákfélag Íslands virðist líklegt upp, búið að vinna allar viðureignir sínar. Víkingaklúbburinn er einu stigi á eftir þeim.

4. deild

64 mislyndir biskupar virðast ætla auðveldlega upp, KR-d sveit stendur best að vígi upp á að fylgja þeim upp þó mikið sé eftir.

Síðari hluti mótsins:

Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025-26 er áætlaður dagana 5.–8. mars 2026.

- Auglýsing -