HM fyrirtækja (FIDE Corporate) fór fram í Goa í Indlandi dagana 15.-17. nóvember. Mótið fór fram samhliða Heimsbikarmótinu í skák.

Íslendingar áttu sinn fulltrúa á mótinu en Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir var í liði Deloitte. Svo fór að sveitin endaði í 2. sæti í sínum riðli og komst því í úrslitakeppnina. Í undanúrslitum tapaði Deloitte fyrir Greco frá Úkraínu sem að lokum urðu heimsmeistarar fyrirtækja eftir sigur á Morgan Stanley. Fyrirtækið er jafnframt Evrópumeistari fyrirtækja.

Deloitte keppti um við Google um bronsið og þar vannst góður 6-2 sigur. Halla hampaði því bronsinu með félögum sínum. Ellefu fyrirtæki tóku þátt í úrslitakeppninni og má þar nefna mörg stærstu fyrirtækja í heiminum. Auk áðurnefnda fyrirtækja má nefna Microsoft, UPS and JP Morgan.

Þetta er í annað skipti sem mótið fer fram í raunheimum. Í fyrra var teflt í New York. Mótið er án efa komið til að vera og verður örugglega stærra í framtíðinni
Myndir: Michal Walusza – FIDE World Corporate Chess Championship 2025
- Auglýsing -















