Íslandsmótið í atskák fór fram síðastliðna tvo daga í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, dagana 15.-16. desember. Vegna mikils mótaálags undanfarið var mótið einnig Atskákmót Reykjavíkur. Mótið var nokkuð sterkt og á endanum var það stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson sem varð hlutskarpastur og það nokkuð örugglega með 8,5 vinning af 9. Baráttan um titilinn skákmeistari Reykjavíkur var öllu harðari. Þar fór svo að Ingvar Wu Skarphéðinsson endaði hlutskarpastur, átti í raun glæsilegt mót og endaði með 7 vinninga af 9. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hreppti svo Íslandsmeistaratitil kvenna en hún endaði með 5 vinninga.

Snemma var ljóst í hvað stefndi og sigur Vignis eins og áður sagði nokkuð öruggur. Baráttan um önnur sæti var meira spennandi en endasprettur Ingvars var glimrandi. Hilmir hafði betur gegn Þresti á oddastigum um 3. sætið en munaði þar töluvert að Örn Leó Jóhannsson gat af óviðráðanlegum orsökum ekki teflt á seinni deginum.

Ingvar hækkar vel á stigum við þennan árangur, 90 stig í hús og eins geta landsliðskonurnar flestar vel við unað, sérstaklega Iðunn sem fékk tæp 109 stig í plús.


- Mótið á Chess-Results
- Myndir á Flickr (Tómas Tandri)
- Myndband frá mótinu á FB
Tefldar voru níu skákir með tímamörkunum 15+5 (15 mínútur á skákina að viðbættum fimm sekúndum á hvern leik) á tveimur kvöldum. Fyrstu fimm umferðirnar voru mánudagskvöldið 15. desember og seinni fjórar voru þriðjudagskvöldið 16. desember.
Seinni hluti mótsins, þriðjudagskvöldið, kemur í stað venjulegs Þriðjudagsmóts.
Atskákmót Íslands á sér langa sögu og hefur verið haldið nánast árlega síðan 1991. Núverandi Íslandsmeistari í atskák er Dagur Ragnarsson. Síðustu ár hefur CAD haldið mótið í umboði SÍ. Atskákmót Reykjavíkur var lengst af haldið af Taflfélaginu Helli, síðar Huginn, en síðan 2019 hefur TR séð um mótahaldið. Mótið var til að byrja með haldið af TR, en það var haldið fyrst árið 1992.
Mótið er öllum opið. Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur er Aleksandr Domalchuk-Jonasson.
Verðlaun:
1. 80.000
2. 60.000
3. 40.000
2. 60.000
3. 40.000
Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfinu og munu að hámarki þrír eftir oddastigaútreikng hljóta verðlaun.
Kvennaverðlaun: 20.000 (eftir oddastigaútreikning)
- Auglýsing -

















