Jólahraðskákmót VignirVatnar.is X Snóker og Pool fór fram á Laugardaginn á Snóker og Poolstofunni í Lágmúlanum. Hraðskáksenan á Íslandi hefur með besta móti undanfarin ár og hefur VignirVatnar.is tekið upp boltann frá CAD og fylgt eftir með sterkum og skemmtilegum mótaröðum á Le Kock veitingastaðnum og Snóker og Pool.

33 skákmenn mættu til leiks á Jólamótið og sem fyrr var fjöldi sterkra skákmanna mættur til leiks. Vignir Vatnar var stigahæstur keppenda og byrjaði með látum eins og oft áður og vann fimm fyrstu skákir sínar. Hann gerði „heiðursmanna-jafntefli“ við alþjóðlega meistarann Hilmi Frey í sjöttu umferð en hreinsaði svo rest!

Hilmir var í nokkrum sérflokki fyrir neðan Vigni og varð nokkuð öruggur í 2. sætinu.

Baráttan um 3. sætið var öllu harðari og þar voru þrír skákmenn jafnir en bestu oddastigin voru í höndum Arnars Milutins Heiðarssonar sem hlaut 3. sætið.

Einnig voru í boði aukaverðlaun, Sverrir Hákonarson tók U2000 verðlaunin.

Baráttan um kvennaverðlaunin var grjóthörð og fór svo að Jóhanna Björg kom rétt á undan Hallgerði í mark.

Efsti stigalausi keppandinn var svo Elena Lee en hún er búsett hér en tefldi ung í heimalandi sínu, Kazakhstan og kann greinilega mannganginn!

VignirVatnar.is fær hrós fyrir sitt mótahald, Snóker og Pool þakkir fyrir sinn stuðning og keppendur fyrir mætingu og stuðning við mótahaldið.

- Auglýsing -