Sprengjumót TG og Stjörnuljósa verður haldið
Mánudaginn 29. desember 2025 kl. 19:00.
Glæsilegir flugeldar frá stjornuljos.is fyrir hátt í 100.000 kr. í verðlaun. Veitt verða verðlaun fyrir efstu 2 sæti, árangursverðlaun miðað við stig og fyrir bestan árangur undir 18 ára (forráðamaður þarf að vera viðstaddur verðlaunaafhendingu til að taka við verðlaunum)
Tímamörk 3 mínútur + 2 sek á leik.
Tefldar eru 9 umferðir og mótið er reiknað til hraðskákstiga.
Kaffi á könnunni í boði félagsins og konfekt því hver er ekki búinn að fá nóg af því yfir hátíðarnar?
Þátttökugjöld 1.500 kr.
Félagsmenn Taflfélags Garðabæjar fá frítt á mótið.
Mótsstaður
Miðgarður, Fjölnota íþróttahús Garðabæ. 3. hæð.
Skráning er á staðnum.
- Auglýsing -

















