Janus Open II lauk núna um helgina en um var að ræða helgarmót þar sem tefldar voru 4 atskákir á föstudeginum og svo fjórar kappskákir um helgina. 11 Íslendingar voru mættir til leiks og gekk almennt vel og t.a.m. röðuðu Íslendingar sér í þrjú efstu sætin fyrir lokaumferðina. Símon Þórhallsson lagði að velli félaga sinn Jón Kristinn Þorgeirsson og hrifsaði þar með efsta sætið af honum og stóð uppi sem sigurvegari.
Jón tók töluverða áhættu í byrjuninni með svörtu og Símon fékk mjög hættuleg sóknarfæri. Símon nýtti sér þessi færi og vann sanngjarnan sigur.
Lokastaðan:
Símon tók efsta sætið og Dagur Ragnarsson hafði 2. sætið á stigum. Jón datt aðeins niður á oddastigum og færeyskir landsliðsmenn hrifsuðu sætin á milli.
Íslensku landsliðskonurnar fengu flestar 5,5 vinning en fóru mismunandi leiðir að endamarkinu. Guðrún Fanney Briem fékk 3,5 vinning af 4 í kappskákhlutanum og ætti að hækka eitthvað á stigum og fékk verðlaun sem efsta konan á mótinu.















