Skák.is óskar skák- og skákáhugamönnum um land allt gleðilegra jóla!

Það þarf engin að fara skákköttinn þessi jólin enda nóg um vera. Það eru Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélag Akureyrar sem standa bæði fyrir öflugu mótahaldi um jólin.

Jólahraðskákmót TR fer fram 27. desember og hefst kl. 19:30. Opið öllum. Skráning á staðnum.

Íslandsmótið í atskák fer fram 29. desember og hefst kl. 13:00. Það er Taflfélag Reykjavíkur sem heldur mótið að þessu sinni. Opið öllum. Skráning fer fram í gula kassanum á Skák.is.

Fyrir norðan á Akureyri er líka teflt um jólin. Jólahraðskákmót SA fer fram 26. desember, Hverfakeppnin þann 29. desember og Nýársmótið 1. janúar. Nánar á heimasíðu SA.

HM í at- og hraðskák

Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fer fram 26.-30. desember í Moskvu.

Ýmsar leiðir eru að til að fylgjast með mótinu og verður farið betur yfir þær þegar veislan nálgast. Taflfmennskan hefst kl. 12 á annan dag jóla.

Flestir sterkustu skákmenn heims taka þátt og má þar nefna Magnús Carlsen og Vladimir Kramnik sem sótti taflmennina upp í hillu.

Kristján Örn Elíasson er einn skákstjóra mótsins.

Heimasíða mótsins

- Auglýsing -