Íslandsmót barnaskólasveita og Íslandsmót grunnskólasveita fara fram í Rimaskóla helgina 20. og 21. mars. Grunnskólamótið fer fram á laugardeginum (1.-10. bekkur) og barnaskólamótið (1.-7. bekkur) á sunnudeginum. Athygli er vakin á því að sömu keppendur geta teflt á báðum mótum.
Ákveðið hefur verið að takmarka fjölda sveita frá hverjum skóla við tvær sveitir í hvoru móti. Einnig er þess óskað að aðeins einn liðsstjóri fylgi sveitum frá hverjum skóla.
Vegna fjöldatakmarkana sem eru í gildi af hálfu stjórnvalda, biðjum við forráðamenn að skilja við börn sín og sækja við inngang húsnæðisins.
Forráðamenn geta fylgst með úrslitum á vefnum og fjöldi mynda verða teknar og birtar að móti loknu á skak.is.
ÍSLANDSMÓT GRUNNSKÓLASVEITA 2021

Mótið fer fram laugardaginn 20. mars í Rimaskóla. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími verður 10+2 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Taflið hefst kl. 11 og ætti að vera lokið um kl. 15.
Hver skóli getur sent að hámarki tvær sveitir. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Í hverri sveit mega vera allt að tveir varamenn.
Þátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Frítt er fyrir landsbyggðarsveitir.
Veit verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar, verðlaun fyrir efstu b- sveit ásamt verðlaunum fyrir þrjár efstu sveitir af landsbyggðinni.
Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði.
Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til þátttöku á Norðurlandamóti grunnskólasveita sem fyrirhugað er að fari fram í Danmörku í október nk.
Skráningu skal lokið í í síðasta lagi kl. 16, 18. mars. Ekki er hægt að skrá sveitir eftir þann tíma.
ÍSLANDSMÓT BARNASKÓLASVEITA 2021

Mótið fer fram sunnudaginn 21. mars í Rimaskóla. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími verður 10+2 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Taflið hefst kl. 11 og ætti að vera lokið um kl. 15.
Hver skóli getur sent að hámarki tvær sveitir. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Í hverri sveit mega vera allt að tveir varamenn.
Þátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Frítt er fyrir landsbyggðarsveitir.
Veit verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar, verðlaun fyrir efstu b- sveit ásamt verðlaunum fyrir þrjár efstu sveitir af landsbyggðinni.
Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði.
Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fyrirhugað er að fari fram í Danmörku í október nk.
Skráningu skal lokið í í síðasta lagi kl. 16 þann 18. mars. Ekki er hægt að skrá sveitir eftir þann tíma.
Íslandsmót barnaskólasveita (1.-3. bekkur)
Áformað er að halda mótið laugardaginn 17. apríl í Rimaskóla. Fyrirkomulag mótsins verður kynnt þegar nær dregur.












