Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2388) og FIDE-meistarinn Halldór Grétar Einarsson (2215) urðu eftir og jafnir á Skákþingi Kópavogs sem lauk í gær. Þar sem Björn er hvorki Kópavogsbúi né meðlimur í Breiðbliki er Halldór skákmeistari Kópavogs.
Halldór vann Björn í innbyrðisskák í sjöttu og næstsíðustu umferð og náði honum þar með að vinningum. Unnu báðir í lokaumferðinni. Hlutu 6 vinninga að sjö mögulegum. Hlíðar Þór Hreinsson (2210) varð þriðji með 5½ vinning.
Þetta var í fyrsta skipti í 20 ár að þetta mót var haldið og er það vel. Haraldur Baldursson var skákmeistari Kópavogs 2001 og sá nú eftir titilinum eftir að hafa haldið honum í tvo áratugi. Í kjölfarið kom stór jarðskjálfti í nótt.
- Heimasíða Skákdeildar Breiðabliks
- Chess-Results
- Beinar útendingar
- Bein lýsing (Birkir Karl og Leifur)
- Auglýsing -















