Síðari kappskák 1. umferðar (8 manna úrslita) hefst kl. 14. Vignir Vatnar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson, Helgi Áss Grétarsson og Margeir Pétursson eru allir upp við vegg og þurfa að sigra í dag til að komast í framlengingu sem fram fer á morgun.

Bragi, Helgi Áss og Margeir fá allir hvítt en Vignir fær svart á móti Hjörvari.
Skákir dagsins
- Hjörvar Steinn Grétarsson – Vignir Vatnar Stefánsson
- Bragi Þorfinnsson – Hannes Hlífar Stefánsson
- Helgi Áss Grétarsson – Jóhann Hjartarson
- Margeir Pétursson – Guðmundur Kjartansson
Mótið er beint á öllum helstu miðlum heims eins og Chess24, Chess.com, FollowChess og Chessbomb.
Bein lýsing (Björn Ívar og Ingvar) – hefst um kl. 15
- Auglýsing -















