Séð yfir öðlingamótið. Mynd: Heimasíða TR.

Magnús Pálmi Örnólfsson (2180) og stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2440) eru efstir öðlinga með 4½ vinning að lokinni fimmtu umferð sem fram fór í gærkvöldi. Magnús vann Harald Baldursson (1891) en Helgi Áss lagði Þorvarð Fannar Ólafsson (2118) að velli. Þorvarður er þriðji með 4 vinninga.

Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram á miðvikudagskvöldið næsta.

 

- Auglýsing -