Nepo vann Alekseensko. Mynd: Lennart Ootes.

Tíunda umferð áskorendamótsins í skák fór fram í Katrínarborg í dag. Það bar til tíðinda að Rússinn Ian Nepomniachtchi (2789) vann landa sinn Kirill Alekseenko (2696). Öðrum skákum lauk með jafntefli. Nepo hefur nú eins vinnings forskot á Fabiano Caruana (2820), Maxime Vachier-Lagrave (2758) og Anish Giri (2776). Baráttan um sæti áskorendans stendur á milli þessar fjögurra.

Ingvar Þór Jóhannesson fer yfir skákir dagsins á jútjúb og verður myndbandinu skeytt inn í fréttina í kvöld.

Frídagur er á morgun vegna fyrstu umferðar Skákþings Íslands. Á föstudaginn mætast Nepo og Caruana.

Staðan

Ellefta umferð fer fram á föstudaginn og hefst kl. 11. Þá mætast:

  • Nepo – Caruana
  • Grischuk – MVL
  • Giri – Ding Liren
  • Alekseenko – Wang Hao

Margar leiðir eru til að fylgjast með mótinu. Hér eru þær helstu.

  • FIDE (opinbera útsendingin)
  • Chess24 (Magnús Carlsen meðal lýsenda)
  • Chess.com (Anand og fleiri)
- Auglýsing -