Ellefta umferð áskorendamótsins í skák fór fram í Katrínarborg í dag. Ian Nepomniachtchi (2789) og Fabiano Caruana (2820) gerðu átakalítið jafntefli. Anish Giri (2776) sýndi sínar allra bestu hliðar þegar hann lagði Ding Liren (2791) að velli. Fórnaði manni. Alexander Grischuk (2777) vann Maxime Vachier-Lagrave (2758) í afar vel tefldri og fjörlegri skák.
Nepo eru efstur 7 vinninga, Giri annar með 6½ vinning og Fabi þriðji með 6 vinninga. Grischuk og MVL hafa 5½ vinning.
Staðan
Tóflta umferð fer fram á morgun. Þá mætast:
- Wang Hao (5) – Nepo (7)
- Caruana (6) – Giri (6½)
- MVL (5½) – Alekseensko (4½)
- Ding Liren (4) – Grischuk (5½)
Margar leiðir eru til að fylgjast með mótinu. Hér eru þær helstu.
- Auglýsing -













