
TEMPRA sigraði á Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Borgarskákmótið er haldið í tengslum við afmælisdag Reykjavíkurborgar og Menningarnótt. Vignir Vatnar Stefánsson tefldi fyrir TEMPRU og vann með fullu húsi, hlaut hann 7 vinn. af 7 mögulegum. Gæðabakstur varð í öðru sæti með 6 vinn. en Arnar Gunnarsson tefldi fyrir Gæðabakstur. Efling, stéttarféla varð þriðja með 5½ vinn. og tefldi Róbert Lagerman fyrir Eflingu.
Borgarskákmótið er fjáröflunarmót fyrir Taflfélag Reykjavíkur og rennur allur ágóði mótsins til félagsins sem gerir því kleyft að halda úti öflugu æskulýðsstarfi og mótahaldi. Tefldar voru sjö umferðir með umhugsunartímanum 4+2 og var skákstórn í höndum Ríkharðs Sveinssonar og Jon Olav Fivelstad.
Í upphafi lék starfandi borgarstjóri Einar Þorsteinsson fyrsta leik mótsins í skák Gunnars Eriks Guðmundssonar og Vignis Vatnars Stefánssonar. Úrslit urðu annars sem hér segir:
Einnir er hægt að sjá nánari upplýsingar á chess-results.
Nánari frétt og myndir má finna á heimasíðu TR
















