HM ungmenna (u20) hófst í gær í Sardiníu á Ítalíu. Tveir íslenskir skákmenn taka þátt. Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2471) og Birkir Ísak Jóhannsson (2165).
Þeir byrjuðu vel. Vignir vann Ítala (2206) en Birkir gerði jafntefli við franskan alþjóðlegan meistarara (2445).
Tvær umferðir fara fram í dag. Sú fyrri hefst kl. 7:30. Vignir mætir eistneskum FIDE-meistara (2384) en Birkir teflir við aserskan stórmeistara (2550).

Alls taka 118 skákmenn frá 58 löndum þátt. Þar af 13 stórmeistarar. Vignir er nr. 24 í stigaröð keppenda en Birkir er nr. 91. Mótið fer fram 12.-22. október.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 13:30)
- Auglýsing -













