Birkir Ísak Jóhannsson (2165) gerði gott jafntefli við indverska FIDE-meistarann Chatterjee (2345) í áttundu umferð HM ungmenna (u20) sem fram fór í gær. Vignir Vatnar Stefánsson tapaði fyrir georgíska alþjóðlega meistaranum Nikoloz Petiashvili (2428).
Vignir hefur 4½ vinning og er í 37.-58. sæti. Birkir er í 56.-70. sæti með 4 vinninga. Níunda umferð af ellefu fer fram í dag.
Pörun dagsins og úrslit gærdagsins
Alls taka 118 skákmenn frá 58 löndum þátt. Þar af 13 stórmeistarar. Vignir er nr. 24 í stigaröð keppenda en Birkir er nr. 91. Mótið fer fram 12.-22. október. Tefldar eru 11 umferðir
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 13:30)
- Auglýsing -














