Laugardaginn 29. október stendur Skáksamband Íslands  fyrir þremur stuttum fræðsluerindum. Erindin verða haldin á Hótel Natura og eru hluti af skákhátíðinni í tengslum við HM í slembiskák.

Dagskráin er sem hér segir:

11:30 Bekkjar/hópstjórnun

  • Stefán Bergsson æskulýðsfulltrúi Skáksambandsins og grunnskólakennari

12:00 Stelpur í skák

  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir landsliðskona í skák og skákkennari

12:30 Skipulag skákkennslustunda

  • Björn Ívar Karlsson skákennari og yfirþjálfari Skákdeildar Breiðabliks

Öllum er frjálst að mæta, þátttaka er ókeypis og ekki þarf að skrá sig.

Sérstaklega eru allir þeir sem koma að skákkennslu/skákþjálfun barna og unglinga boðin velkomin.

Tilvalið er að kíkja á eitthvert erindanna og stúlkumót Skákskólans í sömu ferð en það hefst 11:00.

- Auglýsing -