Wesley So og Carlsen takast í hendur á síðasta heimsmeistaramóti í Fischer-slembiskák. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

Opna Íslandsmót kvenna í skák, sem jafnframt er alþjóðlegt skákmót, hefst á morgun. Teflt er í Reykjavík Natura. Mótið er einn sérviðburða skákhátíðarinnar sem fram fer í tilefni 50 ára afmælis einvígis aldarinnar.

Tólf skákkonur taka þátt, 6 íslenskar og jafnmargar erlendar, og er mótið fyrsta alþjóðlega kvennamótið á Íslandi í 19 ár.

Heimsmeistarinn í Fischer-slembiskák, Wesley So, leikur fyrsta leik mótsins. Mótið hefst stundvíslega kl. 16. Áhorfendur velkomnir.

Í fyrstu umferð mætast

 

- Auglýsing -