Lenka Ptacnikova heldur hálfs vinnings forskoti á opna Íslandsmóti kvenna eftir 5. umferð sem fram fór í dag.

Lenka hafði hvítt gegn Olgu Dozhikovu og gerðu þær jafntefli. Á öðru borði varð einnig jafntefli þannig að Anastasia Nazarova náði að vinna upp hálfan vinning á forskot Lenku.

Flytja þurfti keppnissalinn fyrir þessa umferð vegna barnaskákmótsins sem fram fór á sama tíma. Af þeim sökum voru skákir ekki í beinni útsendingu en það verður komið í lag á morgun.

Lenka heldur hálfum vinningi í forskot en Nazarova og Dozhikova narta í hælana. Lenka hefur hinsvegar teflt við þær báðar og fær ágætis pörun í 6. umferðinni. Iðunn er næst íslensku stelpanna með 3 vinninga. Hún fær svart á Oksönu Kryger.

- Auglýsing -