Skákdeild Fjölnis, í samstarfi Bílastjörnuna Bæjarflöt 10, heldur hið árlega og vinsæla Hraðskákmót taflfélaga íslenska skákdaginn föstudagskvöldið 26. janúar á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar stórmeistara.
Hraðskákmótið fer að þessu sinni fram á starfsvæði Bílastjörnunnar sem er eitt þekktasta bílasprautunar- og réttingarverkstæði landsins. Þar ræður eigandinn Kiddi ríkjum, mikill áhugamaður um skák, bækur og listir. Við Grafarvogsbúar þekkjum vel til bókakynninga og myndlistarsýninga sem Kiddi hefur staðið fyrir í húsnæði Bílastjörnunnar.
Skákfélög landsins eru hvött til að senda skáksveitir til leiks og eiga saman eitt ánægjulegt föstudagskvöld.
Nánari upplýsingar um Hraðskákmót taflfélaga 2024 munu berast fljótlega á nýju ári.
- Auglýsing -












