Næsta heimsmeistaraeinvígi verður að öllum líkindum á milli ríkjandi heimsmeistara Ding Liren og 17 ára Indverjans Dommaraju Gukesh sem tryggði sér hlutverk áskoranda með því að sigra á Áskorendamótinu í Toronto í gær eftir æsispennandi lokaumferð!

Fyrir lokaumferðina hafði Gukesh hálfs vinnings forskot á Nakamura, Nepomniachtchi og Caruana. Gukesh fékk í lokaumferðinni svart gegn Nakamura á meðan að Caruana og Nepo mættust.

Gukesh var ekki í neinum vandræðum í skák sinni gegn Nakamura, hann tefldi af miklu öryggi og vann peð en Nakamura hafði biskupaparið sem bætur. Hvorugur fékk vinningsmöguleika og jafntefli niðurstaðan.

Gukesh þurfti nú að bíða átekta enda voru þeir Caruana og Nepomniachtichi rétt byrjaðir á magnaðri maraþon-spennuskák. Nepo bauð upp í smá dans með Ragozin afbrigði þar sem svartur fer fram með peð sín á kóngsvæng…Nepo þurfi náttúrulega að vinna skákina eins og Caruana til að viðhalda sínum möguleikum.

Caruana tefldi miðtaflið betur og var að taka yfir, kóngur Nepo varð veikur

25.Hd7! var flottur leikur og Caruana fékk hættulegt peð á d7. 25..Rxd7 gengur ekki vegna 26.c7 og hvítur er betri í öllum afbrigðum. Allt virtist stefna í sigur Caruana.

Hér hefði t.d. 39.Bc2 verið öruggur leikur +5 í tölvunum. Þess í stað kom 39.Bh7? og Nepo fékk mótspil 39…Hxg5! 40.Dxg5 Dxh7+

Hér varð Caruana að leika 41.Ka2 en lék þess í stað 41.Ka1 og eftir að Nepo fann rétta leikinn 41…Dc2 var vinningurinn allt í einu orðinn torsóttur. Tölvurnar segja +0,1 í öllum afbrigðum! Hvítur er með veikan kóng og á erfitt með að vinna h-peðið.

Nepo var að feta of erfitt einstigi

Hér var 44…Ka6! eini leikurinn sem tölvurnar segja að sé 0,0. Þess í stað kom 44…Rb3 og aftur var Caruana kominn með unnið tafl! Caruana gerði allt rétt í kjölfarið þar til í 59. leik

59.Hc7+? var afleitur samkvæmt tölvunum. 59.He1 eða 59.Hd1 voru +4,5. Eftir skákina kom 59…Ka6 60.f7 Rb3+ 61.Kb1 hvar 61…Rd2+ er jafntefli en Nepo valdi 61…Df5? sem skilar skákinni aftur í tapstöðu.

Þá var komið að Caruana að missa tökin.j

66.Dc6?? missti skákina aftur í jafnt tölvutap en 66.De8! hefði verið unnið tafl. Nú voru sveiflunrnar að baki og það eina sem Caruana gat gert var að fara í steindautt drottningarendatafl peði yfir þar sem ekkert var hægt að reyna. Jafntefli var samið, glötuð úrslit fyrir þá báða.

Dramatísk skák og úrslit! Báðir voru hálfpartinn í rusli að skák lokinni, Nepo baðst afsökunar á niðurstöðunni en Caruana svaraði að bragði að hann hefði við engan að sakast nema sjálfan sig!

 

Söguleg úrslit, Gukesh er að sjálfsögðu yngsti sigurvegari á áskorendamóti frá upphafi, aðeins 17 ára gamall. Takist honum að leggja Ding Liren verður hann svo auðvitað yngsti heimsmeistari sögunnar og myndi þá bæta um betur við þá Carlsen og Kasparov sem voru 22. ára.

 

Úrslit:

Lokastaðan:

Lokastaðan í kvennaflokki

  • Skákir/Úrslit/Staða á Lichess Opna | Kvenna
  • Skákir/Úrslit/Staða á Chess.com Opna | Kvenna

Ýmsar leiðir eru til að fylgjast með:

Ýmsar rásir bjóða upp á samantekt (recaps) og annað efni.

- Auglýsing -