Landsliðskonan Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir gerði tvö jafntefli í skákum dagsins á Landsmóti Svisslendinga. Tefldar eru tvær umferrðir á dag og fóru fimmta og sjötta umferð fram í dag.
Í fyrri umferðinni hafði Hallgerður hvítt og mætti Reto Burge (1917). Hallgerður var með mun betra í þessari skák og vann lið. Úrvinnslan klikkaði, óþarfi var að hleypa svörtum í mótspilið en þó var enn vinning að fá…
37.Hf1 hefði verið erfiður hér. Þess i stað tók Hallgerður á d3 og svartur náði þráskák.
Í seinni skákinni hafði Hallgerður svart í Caro-Kann gegn Yanik Knapp (1924).
Hér var líklegast best að leika 35…Ke6 og vinna svo d-peðið, valda f5 peðið og eiga Hd7 tila baka valdaðan. Í staðinn kom 35…Kf4 og hvítur náði um síðir að halda jafnteflinu.
Hallgerður lætur vel að aðstæðum á keppnisstað enda veggirnir vel skreyttir með íslensku landslagi!

Í lokaumferðinni mætir Hallgerður svissneska skákmanninum Grigor Gevorgyan (1937)
- Heimasíða mótsins
- Mótið á chess-results
- Beint á lichess















