Vignir Vatnar Stefánsson er enn efstur í lokuðum GM flokki í Kronborg skákklúbbnum í Danmörku. Vignir hefur nú 6 vinninga eftir 8 umferðir og er efstur ásamt þýska stórmeistaranum Vitaly Kunin.landsliðsmanninum Tor Frederik Kaasen. Hinir íslensku strákarnir hafa 5 vinninga og 4 vinninga en það eru þeir Hilmir Freyr Heimisson og Aleksandr Domalchuk-Jonasson. Dagurinn gekk skínandi og aðeins misstu strákarnir niður hálfan vinning í dag af því sem í boði var!

Dagurinn byrjaði þó á fyrsta tapi Vignis og það var enginn annar en Aleksandr Domalchuk-Jonasson sem sá um það. Vekjum aftur athygli á hversu mikið til fyrirmyndar þetta er hjá drengjunum enda auðvelt að semja bara stutt jaftntefli við vini sína.

Það virtist allt stefna í rólegt jafnefli í skák ekki ósvipaðri skák Dags Ragnarssonar og Helga Áss í lokaumferð Ísalandsmótsins. Sasha náði þá að véla peð af Vigni.

24.g4! og skyndilega hótar hvítur Hh3 og að vinna h-peðið. Svarti kóngurinn er fastur að valda d-peðið og getur ekki hjálpað til. Peðsvinningurinn nægði til og loks var mát í lokastöðunni!

Á sama tíma gerði Hilmir jafntefli í baráttuskák þar sem hvorugur var í raun nálægt sigri.

Vignir bætti fyrir tapið í morgunumferðinni með því að leggja þrautreyndan danskan landsliðsmann Sune Berg Hansen í seinni umferðinni. Vignir vann peð og hreinlega sigldi því heim. Ótrúlega „clean“ sigur eins og strákarnir segja!

Aleksandr virtist í einhverju stuði í dag því hann vann líka sigur í seinni skák sinni. Andstæðingur hans Nikolaj Borge virtist hreinlega „fórna yfir sig“ gegn Frakkanum.

Óhætt er að segja að seinni umferðin hafi verið góð, Hilmir Freyr náði einnig í sigur í sinni skák! Skákin virtist ætla að stefna í jafntefli með mislita biskupa en Hilmir hafði betri peðastöðu og virtist staðráðinn í að „kreysta“ andstæðinginn, sem hann og gerði glæsilega!

Vignir efstur ásamt Kunin með 6 vinninga af 8. Hilmir flottur með 5 vinninga og Aleksandr rétti svo sannarlega úr kútnum í dag og hefur 4 vinninga.

Lokaumferiðn fer fram á morgun. Vignir fær Kaasen, Hilmir mætir Kunin og Aleksandr fær Jeppe.

- Auglýsing -