Æsispennandi 90 ára afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar, var haldið laugardaginn 25 janúar 2025.
Mótið var haldið á Aflagranda 40 og voru tefldar 7 umferðir með 4 mín + 2 sek á klukkunni.
Glæsilegur farandbikar “Friðriksbikarinn”, fær sá sem vinnur nafn sitt skráð á hann.
Þetta skákmót hefur verið ákveðið að halda árlega héðan í frá á afmælisdegi Friðriks 26 janúar eða í kringum þann dag.
Alls mættu 32 skákmenn á mótið.
Skákdómari var Róbert Lagerman og mótstjóri var Hörður Jónasson.
Helgi Áss Grétarsson lék fyrsta leikinn hjá Jóni Úlfljótsson á móti Vignir Vatnari.
Glæsileg verðlaun voru á mótinu.
3 voru efstir og jafnir með 5,5 vinninga en Vignir Vatnar vann á stigum og fær nafn sitt áritað á farandbikarann.
Annað sæti varð Róbert Lagerman einnig með 5,5 vinning.
50 ára og eldri, þar varð Jóhann Ingvason með 5 vinninga.
16 ára og yngri, hlaut Thor Jokull, Gudbrandsson með 3 vinning.
Vinaskákfélagið kom með 2 gómsætar súkkulaðitertur og konfekt og starfsfólk Aflagranda var með kaffi og þeyttan rjóma. Stjórn félagsins þakkar starfsfólki fyrir þeirra aðstoð.
Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins sker fyrstu sneiðina á tertunni.
Til að sjá úrslitin: Afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar 2025
Kveðja stjórn Vinaskákfélagsins.





















