Fjölmennt Suðurlandsmót í skólaskák fór fram í Laugalandsskóla miðvikudaginn 2. apríl síðastliðinn. Alls mættu 74 keppendur til leiks, 28 í flokki 1.-4. bekkjar, 37 í flokki 5.-7. bekkjar og 9 í flokki 8.-10. bekkjar. Mótið fór fram í Laugalandsskóla í Holtum í blómlegri sveit á Suðurlandsláglendinu. 

 

Tefldar vou sex umferðir í hverjum flokki með tímamörkunum 5+3 á klukkunni, 5 mínútur á mann og 3 sekúndna viðbótatími á leik. Keppt var um þrjú sæti á Landsmótið í skólaskák sem fer fram á Ísafirði í maí. 

 

Nemendur mættu til leiks úr eftirfarandi skólum: 

 

Laugalandsskóli í Holtum 

18 nemendur í 1.-4. bekk 

15 nemendur í 5.-7. bekk 

6 nemendur í 8.-10. bekk 

 

Flúðaskóli 

8 nemendur í 1.-4. bekk 

7 nemendur í 5.-7. bekk 

 

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri 

1 nemandi í 1.-4. bekk 

12 nemendur í 5.-7. bekk 

2 nemendur í 8.-10. bekk 

 

Hvolsskóli

1 nemandi í 1.-4. bekk 

3 nemendur í 5.-7. bekk 

 

Grunnskólinn á Hellu 

1 nemandi í 8.-10. bekk 

 

Úrslit urðu svona: 

 

1.-4. bekkur 

 

  1. sæti: Jakub Dawid Bucik, Flúðaskóla, með 5.5 vinning 
  2. sæti: Eyvindur Ari Borgþórsson, Flúðaskóla, með 5 vinninga 
  3. sæti: Brynjar Logi S. Arndal, Flúðaskóla, með 4.5 vinning 

 

 

5.-7. bekkur 

 

  1. sæti: Ívan Gauti Ívarsson, Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri, með 6 vinninga 
  2. sæti: Ísak Guðni Birgisson, Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri, með 5.5 vinning 
  3. sæti: Hugo Týr Nönnusön, Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri, með 5.5 vinning en neðar á oddastigum. 

8.-10. bekkur 

 

  1. sæti: Jón Elli Bjarkason, Grunnskólanum Hellu, með 5 vinninga 
  2. sæti: Óskar Atli Örvarsson, Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri, með 5 vinninga en neðar á oddastigum 
  3. sæti: Hákon Þór Kristinsson, Laugalandsskóla, með 4 vinninga 

 

Stefán Arnalds, skákmaður og kennari í Laugalandsskóla ásamt Gauta Páli Jónssyni skákmanni og skákkennara sáu um mótshaldið með góðri aðstoð annarra á svæðinu. 

 

Mótið á chess results 

 

Nokkrar myndir til viðbótar

Það eru nú ekki allir íþróttasalir í grunnskólum borgar óttans svona flottir

- Auglýsing -