Opnað hefur verið fyrir skráningar á haustönn í Skákskóla Íslands sem hefst 1. september.

Skólinn býður upp á afreksmiðaða skákþjálfun fyrir ungmenni. Einnig tekur Skákskólinn vel á móti ungmennum á landsbyggðinni í gegnum fjarþjálfun.

Frá kynningardegi Skákskólans í júní

Unnið er eftir kennsluáætlunum í getuskiptum flokkum og fá iðkendur aðgang að viðeigandi kennsluefni, heimaverkefnum og upptökum af kennslu í gegnum netið.
Skákskóli Íslands er vel útbúinn nýjum tölvubúnaði sem nýttur er á æfingum.

Inntökuskilyrði miðast við að iðkandi hafi fengið skákstig og taki reglulega þátt í skákmótum.

Hægt er að nýta frístundastyrk við greiðslu námskeiðsgjalda.

Meðal þjálfara Skákskólans eru Björn Ívar Karlsson skólastjóri, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir ásamt stórmeisturum og öðru afreksfólki í skák.

Æfingar fara fram í húsnæði Skákskólans í Faxafeni 12.

Nánar má kynna sér starf Skákskóla Íslands á heimasíðu skólans eða leita upplýsinga hjá Birni Ívari Karlssyni skólastjóra (bjorn@skaksamband.is)

 

- Auglýsing -