Czech Open í Pardubice kláraðist í gær. Lenka Ptáčníková (2115) varð hlutskörpust Íslendinganna í A-flokki og vann því „fjölskyldumótið“ en synir hennar Adam og Josef skákuðu ekki mömmu sinni að þessu sinni.

Lenka endaði síðustu tvær umferðirnar með 2 vinninga af 3, taplaus gegn andstæðingum með um 2200 meðalstig. 4,5 vinningur lokaniðurstaðan og hækkaði Lenka um 31 stig á mótinu.

Josef Omarsson endaði með 4 vinninga og hækkar líka á stigum, 15 stig.

Adam Omarsson var fjarri sínu besta og endar með 3,5 vinning og tapar 107 elóstigum, K40 stuðullinn er erfiður á slæmu mótunum!


Sigurbjörn Hermannsson mátti vel við una í B-flokki, endaði með 4,5 vinning og hækkar um 48 elóstig.

- Auglýsing -