(Mynd: Thor Kvakkestad)

Blikarnir og vinirnir Vignir Vatnar Stefánsson og Benedikt Briem tefldu tvöfalda umferð í gær á Lagos Open í Portúgal. Um er að ræða 9 umferða mót með einum tvöföldum degi en að öðru leiti er ein skák á dag. Vignir er næststigahæstur á mótinu á eftir indverskum alþjóðlegum meistara og Benedikt er sjöundi í stigaröðinni. Alls eru 74 keppendur á mótinu.

Vignir þurfti reyndar að taka hjásetu í 3. umferð til að löðrunga Ingvar Þór á Íslandsmótinu í Netskák. Hjásetan kostaði því miður að Vignir fékk engan vinning og gæti það háð honum í toppbaráttunni. Benedikt vann báðar skákir sínar í gær.

Vignir vann frekar auðveldan sigur í 2. umferð. Beitti eigin uppástungum frá VignirVatnar.is og svo virtist sem svartur væri æstur að bjóða peði hvíts að gjöra svo vel að nánast vekja upp innan við tuttugu leiki! Frekar auðveldur sigur.

Seinni skákina varð Vignir að gefa útaf einvíginu eins og áður sagði.

Fyrri skákin hjá Benedikt var fín. Eftir brösuga byrjun í 1. umferð vann Benedikt auðveldan tæknilegan sigur á 1900-stiga skákmanni.

Seinni skákin var öllu erfiðari, Benedikt hafði svart gegn brasilískum skákmanni með 2000 elóstig. Það virðist ætla að vera gangandi þráður á þessu móti að Benedikt vinni steindauð hróksendatöfl með svörtu mönnunum og þessi skák var ekki undantekning. Hvítur þurfti að finna nokkra nákvæma leiki, gerði það ekki og féll svo í smá trikk í blálokin.

Í fjórðu umferð hefur Benedikt hvítt gegn stigahæsta skákmanni mótsins, Harikrishnan (2536) en Vignir mæti Pólverja með 1970 stig og reynir að fikra sig aftur á toppinn.is. Vert er að minna á skráningu á mót þeirra félaga á Le Kock sem fram fer síðar í mánuðinum og Simon Williams mætir til leiks!

- Auglýsing -