Helgi Áss Grétarsson (2460) hefur vinningsforskot eftir áttundu umferð Íslandsmótsins í skák sem fram fór í kvöld í Valsheimilinu. Helgi vann Lenku Ptácníková (2213). Í 2.-4. sæti eru Þröstur Þórhallsson (2416), Hannes Hlífar Stefánsson (2541) og Jón Viktor Gunnarsson (2472). Jón Viktor vann Þröst í innbyrðsskák en Hannes lagði Braga Þorfinnsson (2445) að velli.
Úrslit áttundu umferðar umferðar má finna á Chess-Results.
Lenka, Héðinn Steingrímsson (2583) eru í 5.-6. sæti með 5½ vinning. Lenka er efst í baráttunni um Íslandsmeistaratitil kvenna.
Staða Helga Áss er afar vænleg, þegar aðeins tvær umferðir eru eftir, en Helgi hefur aldrei hampað Íslandsmeistaratitlinum.
Stöðu mótsins má finna á Chess-Results.
Jón Viktor mætir forystusauðnum, Helga Áss, á morgun og gæti heldur betur getur hleypt fjöri í toppbaráttuna með sigri. Stigahæstu menn mótsins, Hannes og Héðinn mætast á öðru borði. Þröstur teflir við Lenku.
Pörun áttundu umferðar má finna á Chess-Results.
Röð efstu manna í verðlaunaflokkum:
Íslandsmót kvenna
- Lenka Ptácníková 5½ v.
- Guðlaug Þorsteinsdóttir 4 v.
- Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir 3 v.
Unglingameistaramót Íslands (u22)
- Vignir Vatnar Stefánsson 5 v.
- Gauti Páll Jónsson 4½ v.
- Stephan Briem 4½ v.
- Aron Þór Mai 4½ v.
- Benedikt Briem 4½ v.
- Birkir Ísak Jóhannsson 4½ v.
Besti stigaárangur miðað við eigin skákstig (+2000)
- Helgi Áss Grétarsson (+213)
- Jóhann Ingvason (+123)
- Lenka Ptácníková (+118)
Besti stigaárangur miðað við eigin skákstig (-2000)
- Benedikt Briem (+371)
- Arnar Heiðarsson (+274)
- Hörður Jónasson (+272)
- Birkir Ísak Jóhannsson (+266)
- Hörður Garðarsson (+217)
- Þórður Guðmundsson (+202)
Langflestar skákir morgundagsins verða sýndar beint á vefsíðu mótsins.
Fyrir þá sem eru með snjallsíma og vilja fylgjast með mælir ritstjóri með forritunum (öppunum) Follow Chess og Chess24. Best er þó að mæta á skákstað og drekka í sig stemminguna þar. Frítt kaffi á könnunni og tilvalið að skoða minningarvegginn um Hemma Gunn.








