Eftir fimmtu umferðina er ljóst að fjórir skákmann bera af það sem af er móti og einn af þeim mun verða Íslandsmeistari að móti loknu.

Fyrir umferðina voru fjórir skákmenn efstir og jafnir og þeir unnu allir sínar skákir í fimmtu umferðinni! Eina skákin sem endaði með jafntefli var skák Þrastar og Margeirs sem komust þar með báðir á blað í mótinu.

Kíkjum á gang mála í umferð dagsins.

Þröstur Þórhallsson – Margeir Pétursson

Fyrirfram hefði mátt búast við því að báðir væru sáttir við jafntefli í skákinni. Greinilegt var þó að báðir mættu til leiks til að þreifa aðeins á andstæðingnum en hvorugum varð nokkuð ágengt og þegar 30 leikjum var náð var jafntefli samið en þó eftir 3ja tíma setu!

Grafið eins og hvíldarpúlsinn hjá John Stockton í körfunni þegar best var….allt í rólegheitum

 

 

Vignir Vatnar Stefánsson – Helgi Áss Grétarsson

Vignir tefldi London systemið með hvítu en lenti í eiginlega akkúrat drottningarlausu miðtali sem hvítur vill forðast. Tilfæring riddara Helga frá f6 til a4 tryggðu honum stöðuyfirburði sem hann sigldi heim.

Svartur tefldi þessa skák vel og fyrir utan smá viðsnúning í stutta stund var grafið alltaf svörtum í vil

 

 

Guðmundur Kjartansson – Bragi Þorfinnsson

Skák Guðmundur og Braga var mun meira spennandi en tölvumatið gefur til kynna. Báðir lögðu mikið á stöðuna og mikil spenna var í stöðunni lengi. Þegar Bragi þurfti loks að hörfa með riddarann til baka á g7 í 24. leik snerist taflið alfarið hvítum í vil. Þó ekki meira en svo að Bragi fékk einn séns á miklu mótspili í lokin en missti af því og Guðmundur vann enn einn góðan sigurinn í mótinu og jafnar sig strax á tapinu gegn Helga.

Vel tefld skák hjá Guðmundi eina ferðina enn

 

 

Dagur Ragnarsson – Gauti Páll Jónsson

Gauti var kominn langleiðina með enn eina fína skákina. Hann tefldi kóngsindverja gegn Degi og vann af honum peð. Peðið kostaði þó að hann þurfti að verjast eilítið, ekki osvipað og í skák Braga og Dags í gær. Í þetta skiptið fór sóknin þó í gegn. Gauti lék af sér með því að drepa peðið á e2 þegar hann hefði getað leikið …De5 sem heldur vörnum svarts nokkuð góðum. Keppendur reyndar skiptust á nokkrum slökum leikjum á þessum kafla en niðurstaðan varð að Dagur vann drottninguna af Gauta og sigurinn í höfn.

Dagur fékk fyrstu alvöru „brilliant“ einkunn fyrir leik í CAPS einkunnagjöfinni.

Ritstjórn minnir á aðdáendasíðu Gauta Páls.

Skákinni leikið í tap samkvæmt grafinu. Vel teflt þó lengst af hjá Gauta með góða einkunn

 

 

Björn Þorfinnsson – Hjörvar Steinn Grétarsson

Hjörvar beitti Grunfeldsvörn gegn Birni. Miðtaflið varð fljótlega jafnt og einhver barátta virtist framundan í nokkuð furðulegri stöðu sem erfitt var að meta. 24. leikur Björns Kd2?? hinsvegar var bullandi afleikur og Hjörvar vann skiptamun og eftirleikurinn varð auðveldur.

 

Hjörvar tefldi mjög þétta skák og fékk yfir 99% í einkunn í annað skiptið

 

Útsending 5. umferðar

 

Úrslit 5. umferðar

Fjórar sigurskákir hjá toppmönnunum í dag!

Staðan eftir fimm umferðir

Fjórir ennþá efstir og jafnir en nú hefur dregist í sundur og hinir fjórir fræknu skilið hina eftir í rykinu!

Pörun í 6. umferð

Ennþá er engin alvöru toppslagur og því munu efstu menn halda áfram að keppast um að rífa vinningana af mönnum í neðri hlutanum. Grétarssynir fá vizkualdurs reynsluboltana. Fara þeir að bíta frá sér?

Svipmyndir úr 5. umferð

Múminbolli hjá Gautanum!
Helgi einbeittur og í forystusveitinni
Björn þarf mögulega sterkara kaffi í næstu umferðum
Ungu strákarnir fylgjast með Hjörvari

Skákir í pgn umferði 1-4

IslandsmotSkak

Aðrir tenglar: