Ingvar Þór Jóhannesson er með beinar útsendingar frá Skákþingi Íslands. Útsendingin byrjar um 16:30 alla daga. Björn Ívar Karlsson eða aðrir gestir taka þátt í lýsingunni. Í gær mætti Jón Viktor Gunnarsson í stúdíóið.
Spennandi viðureignir í dag. Forystusauðurinn Guðmundur mætir Birni . Helgi Áss, sem er annar, teflir við Margeir. Dagur og Hjörvar Steinn sem eru í 3.-4. sæti, mætast í viðureign sem er afar mikilvæg fyrir báða. Bragi teflir við Þröst og þarf sigur ætli hann sér að blanda sér í baráttuna um Íslandsmeistarartitilinn. Að lokum mætast ungstirnin Vignir Vatnar og Gauti Páll.
Í sjöundu umferð sem hefst í dag kl. 15 mætast:
- Guðmundur Kjartansson (5) – Björn Þorfinnsson (3)
- Margeir Pétursson (1½) – Helgi Áss Grétarsson (4½)
- Dagur Ragnarsson (4) – Hjörvar Steinn Grétarsson (4)
- Þröstur Þórhallsson (1) – Bragi Þorfinnsson (3½)
- Vignir Vatnar Stefánsson (2) – Gauti Páll Jónsson (1½)