Íslandsmeistarinn Lenka þegar hún tók við verðlaunum í fyrra ásamt Sindra Guðjónssyni formanni TG. Mynd: Jóhann H. Ragnarsson.

Íslandsmót kvenna hefst á morgun. Teflt verður í húnsæði skákhreyfingarinnar, Faxafeni 12. Sjö skákkonur taka þátt og tefla þær allar við allar.

Í dag var dregið um tölfuröð og má finna pörunina á Chess-Results.

Í fyrstu umferð mætast:

  • WIM Lisseth (1829) – WGM Lenka (2107)
  • Batel (1625) – Tinna Kristín (1843)
  • Hrund (1819) – Ulker (1534
  • Jóhanna Björg (1986) – situr yfir.

Boðið verður upp á beinar útsendingar. Tenglar væntanlegir á morgun.

Íslandsmót kvenna í hraðskák

Minnt er sérstaklega á Íslandsmót kvenna í hraðskák, sem fram fer sunnudaginn, 6. júní í húsnæði Siglingafélagsins Ýmis, og hefst kl. 11. Allar skákkonur eru hvattar til að fjölmenna í það!

Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 4+2.

Verðlaun

1. 15.000
2. 10.000
3. 5.000

Unglingaverðlaun

Þrenn bókaverðlaun, eða skákmyndbönd að verðmæti 5.000 hvert.