Íslandsmót kvenna í hraðskák fram fór í fyrsta sinn í dag! 13 konur tóku þátt og var hart bartist og mikið um óvænt um úrslit. Svo fór að Guðlaug Þorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir komu jafnar í mark með 6 vinninga eftir sjö umferðir. Tefld var úrslitakeppni – tvær skákir.
Jóhanna vann þá fyrri og og þeirri síðari lauk með jafnefli eftir hörkubaráttu þar sem Guðlaug missti einu sinni af máti í einum leik! Lenka Ptácníková varð í þriðja sæti með 4½ vinning.
Veitt voru sérstök unglingaverðlaun. Iðunn Helgadóttir varð efst þeirra með 4 vinninga. Ungu stúlkurnar fjórar fá allar verðlaun. Skákbóka- eða skákmyndastyrkur frá SÍ að verðmæti 5.000 kr.
Lokastöðu mótsins má finna á Chess-Results.
Teflt var í húsnæði Siglingafélagsins Ýmis, þar sem landsliðsflokkur fór fram.