Lenka og Jóhanna við uppha skákarinnar. Mynd: GB

Svo fór að úrslitaskákinni um Íslandsmeistaratitilinn á milli Lenka Ptácníkovú (2107) og Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur (1990) lauk með jafntefli í 73 leikjum eftir æsispennandi skák þar sem mikið gekk á.

Lenka og Jóhanna komu efstar í mark með 5½ vinning að sex mögulegum. Þær munu tefla til úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Ekki er komin tímasetning á úrslitakeppnina.

Þær stöllur höfðu mikla yfirburði á mótinu og enduðu með 2½ forskot á Liss Acevedo Mendez (1829) sem varð í þriðja sæti með 3 vinninga.

Lokastöðu mótsins má finna á Chess-Results.

Hvítur á leik

Lenka lék hér 35. Hxe6! sem hefði átt að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 35…fxe6 er nefnilega svarað með 36. Dxe6+ Kg7 37. Dxf6+! Kxf6 38. Re4+. Jóhanna lék 35…Dd4 og barðist manni undir.

Svartur á leik

Jóhanna er enn manni undir og virðist vera að tapa liði en hún lék 57…Rd4+! 58. Rxa3 Rf5+ og tryggði jafntefli og úrslitakeppni.

Ingvar fer yfir skákina betur á júbjúb.