Lisseth sem varð í þriðja sæti á Íslandsmóti kvenna, Lenka og Jóhanna. Mynd: KÖE

Lenka Ptácníková varð í dag Íslandsmeistari kvenna varð í dag Íslandsmeistari kvenna í þrettánda skipti og í tíunda skiptið í röð! Hún og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir tefldu tveggja skáka atskákeinvígi um titilinn. Í fyrri skákinni hafði Lenka betur eftir eftir æsispennandi skák þar sem Jóhanna féll á tíma eftir 63 leiki í stöðu þar sem nóg var eftir engu að síður.

Jóhanna hafði hvítt í síðari skákinni. Lenka kom henni óvart í byrjunni og fékk mun betra tafl. Að lokum endaði sú skák með þráskák en Lenka hefði að öllum líkindum knúið fram sigur ef hún hefði þurft þess.

Niðurstaðan var því 1½-½ fyrir Lenku. Þrettándi Íslandsmeistaratitillinn í húsi!

Kristján Örn Elíasson var skákstjóri í úrslitakeppninni og reyndar á mótinu sjálfu einnig og hélt utan um beinar útsendingar. Skákvarpið var í umsjón Ingvars Þór Jóhannessonar og Björns Ívars Karlssonar.