Jósef Omarsson gerði jafntefli við Jóhann Ragnarsson. Mynd: IEB

Áskorendaflokkur Skákþings Íslands hófst í gær með fyrstu umferð. 25 skákmenn taka þátt. Nokkuð varð um óvænt úrslit í gær.

Þau óvæntustu voru að Þorsteinn Jakob F Þorsteinsson (1394), sem hækkaði mest allra á Kviku Reykjavíkurskákmótinu, vann Magnús Magnússon (2014). Jósef Omarsson (1352) og Oliver Kovacik (1192) gerðu jafntefli við mun stigahærri andstæðinga. Jósef við Jóhann H. Ragnarsson (1913) og Oliver við Kristján Þ. Sverrisson (1706).

Önnur umferð fer fram í dag og hefst kl. 14.