Hannes Hlífar Stefánsson varð í kvöld Íslandsmeistari í skák eftir sigur á Birni Þorfinnssyni í einvígi, 1,5-0,5. Þetta er tólfti Íslandsmeistari Hannesar sem hefur unnið titilinn langoftast allra.
Lokahóf var haldið að móti loknu í Turninum. Þar voru verðlaunahafar krýndir og sérstaklega var klappað fyrir Hemma Gunn sem hefur reynst skáklistinni dyggur þjónn í gegnum tíðina.
Ítarlegri umfjöllun um Íslandsmótið er væntanleg.








