Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2541) vann pólska alþjóðlega meistarann Piotr Nugyen (2397) í gær í þriðju umferð alþjóðlega mótsins í Ceske Budejovice í Tékklandi. Hannes hefur 1½ vinning og er í 4.-7. sæti. Í fjórðu umferð, sem fram fer í dag, teflir Hannes við tékkneska FIDE-meistarann Svatopluk Svoboda (2434).
Hannes er ekki eini íslenski skákmaður í skákvíking þessa dagana því Mai-bræðurnir, Aron Þór og Alexander Oliver, hafa verið að standa sig prýðilega á Spáni, og Gauti Páll Jónsson að gera það mjög gott á Hollandi. Báðum þeim mótum líkur í dag og verður gerð betri skil þegar lokatölur eru komnar í hús.
Tíu skákmenn taka þátt og er meðalstigin eru 2463 skákstig. Hannes er næststigahæstur kepepnda.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (Chess24) – byrja kl. 14
- Auglýsing -