Stefán Bergsson að tafli. í Parcin. Mynd Páll Þórsson.

Skákmeistari Reykjavíkur, Stefán Bergsson (2192), hefur 1½ vinning eftir 3 umferðir á alþjóðlega mótinu í Paracin í Serbíu. Í gær voru tefldar tvær umferðir. Stefán gerði jafntefli í þeirri en vann þá síðari.

Frídagur er í dag en á morgun teflir Stefán við serbneska stórmeistarann Lajthajm Borko (2422) og verður skákin í beinni.

Páll Þórsson (1684), sem teflir í b-flokki, hefur 2 vinninga eftir 3 umferðir.

- Auglýsing -