Verðlaunahafarnir í Biel. Gleðin skín ekki af Carlsen. Mynd; Heimasíða mótsins

Aserinn brosmildi og viðkunnanlegi, Shahkriyar Mamedyarov (2801), vann öruggan sigur á ofurmótinu í Biel sem lauk í gær. Aserinn hlaut 7½ vinning eða 1½ vinningi meira en sjálfur heimsmeistarinn Magnús Carlsen (2842). Mamedayarov er í miklu formi þessa dagana og hefur aðeins 19 skákstigum minna en heimsmeistarinn á lifandi skákstigalistanum. Á milli þeirra er Caruana.

Gleðin skein af ekki Carlsen við verðlaunaafhendinguna en hann vann Georgiadis (2526) í lokaumferðinni eftir að heimamaðurinn hafði klúðrað á klaufalegan hátt jafnteflisstöðu í tap. MVL (2779) fékk bronsið.

Lokastaðan

Röð Nafn Vinn Stig
1. Mamedyarov, Shakhriyar 7.5/10 2801
2. Carlsen, Magnus 6/10 2842
3. Vachier-Lagrave, Maxime 5.5/10 2779
4 Svidler, Peter 5.5/10 2753
5 Navara, David 4/10 2741
6. Georgiadis, Nico 1.5/10 2526

 

Nánar á Chess.com.