Nokkrir félagar úr Taflfélagi Vestmannaeyja. Mynd: Heimasíða TV

Skákþing Vestmannaeyja 2019 hófst 24. janúar sl. og fer fram í skákheimili Taflfélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 9 Vestmannaeyjum. Keppendur eru átta  –   og verður tefld einföld umferð.  Teflt verður á fimmtudögum kl. 20.00 og  sunnudögum kl. 13.00 frestaðar skákir eða umferðir eftir atvikum. Umhugsunartími er 60 mín. + 30 sek á leik.

Reiknum með að mótinu verði lokið   24. febrúar 2019, tímalega   fyrir Íslandsmót skákfélaga 2018-2019 sem verður haldið 1.-2. mars nk.  en TV er með sveitir í 3ju og 4. deild. 

Staðan eftir fjórar umferðir

Hallgrímur Steinsson er efstur með 3,5 vinninga og í  2.-3. sæti eru Sigurjón Þorkelsson og Stefán Gíslason með 3 vinninga og Einar Guðlaugsson með 2,5 vinninga. Skák Guðgeirs Jónssonar og Gísla Eiríkssonar úr 2. umf.  frestað – en verður tefld 17. febr.  nk.

Mótstaflan á Chess-Results.

- Auglýsing -