Hluti liðsins í 50 plús að tafli í á Ródos. Mynd: Heimasíða mótsins

Ungmennaliðið (50+) vann góðan, 2½-1½, sigur á sterkri sveit Armena í sjöundu umferð HM öldungasveita sem fram fór í gær, Sveitin er nú komin í 3. sæti. Reynsluliðið hlaut hins vegar hressilegan smell á móti Þjóðverjum en aðeins kom hálfur vinningur í hús.

Armenar lagðir að velli

Viðureignin gegn Armenum var spennandi. Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason voru með betra en Helgi Ólafsson virtist vera í vandræðum gegn goðsögninni Rafael Vaganian (2535) Skák Jóns og Helga enduðu báðar með jafntefli sem og skák Þrastar Þórhallssonar. Sem fyrr sýndi Helgi mikla útsjónarsemi í verri stöðu og hélt jafntelfi. “Það er ekki í boði að tapa með hvítu í liðakeppnum” hefur Helgi sagt og stendur við! Jóhann Hjartarson (2520) vann sinn annar sigur í röð þegar hann vann sannfærandi sigur á Artashes Minasian (2472).

Virkilega góður sigur á Armenum sem hafa næststigahæsta liðið á eftrir Bandaríkjunum. Ísland er nú í þriðja sæti með 10 stig á eftir Bandaríkjunum (13 stig) og Ítölum (11 stig).

Liðið mætir rússneska kvennalandslðinu í dag. Margeir Pétursson kemur aftur inn í liðið en Þröstur Þórhallsson hvílir.

Skellur gegn Þjóðverjum

Reynsluliðið að tafli í Ródos. Mynd: Heimasíða mótsins.

Reynsluliðið (+65) steinlá gegn Þjóðverjum í gær. Það var aðeins Jón Kristinsson (2094) sem gerði jafntefli gegn FIDE-meistaranum Stephan Buchal (2283) sem ekki lá í valnum.  Liðið datt niður í áttunda sæti við þennan skelll. Sveitin hefur 9 stig.

Reynsluliðið mætir sterku liða liði Englendinga í dag en þar teflir stórmeistarinn Robert Bellin (2315) á fyrsta borði. Bragi Halldórsson kemur inn fyrir Áskel Örn Kárason

Umferð dagsins hefst kl. 12 og er hægt að fylgjast með báðum liðunum beint.

- Auglýsing -