Verðlaunahafar Borgarskákmótsins 2019. Hannes Hlífar þurfti að drífa sig eftir mót og baðst því undan myndatöku. Mynd: Heimasíða TR

Vignir Vatnar Stefánsson (Olís) og Ólafur B. Þórsson (Grillhúsið) komu fyrstir í mark á 34. Borgarskákmóti Reykjavíkur sem fór fram í Ráðhúsi borgarinnar í gær miðvikudag. Báðir fengu þeir 6 vinninga úr skákunum sjö og hlýtur Vignir fyrsta sætið eftir útreikning mótsstiga (tiebreaks). Jafnir í 3.-4. sæti með 5,5 vinnig urðu Daði Ómarsson (Kaupfélag Skagfirðinga) og stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (N1) þar sem Daði var ofar á stigum. 55 keppendur tóku þátt í mótinu sem er haldið af Taflfélagi Reykjavíkur og Skákfélaginu Hugin í samvinnu við Reykjavíkurborg.

Lokastaðan á Chess-Results.

Af heimasíðu TR.

- Auglýsing -