Wenjun Ju og Aleksandra Goryachkina að tafli.

Heimsmeistari kvenna, hin kínverska, Ju Wenjun (2584) hefur forystu, 2½-1½, í heimsmeistaraeinvígi kvenna gegn, hinni rússnesku, Aleksöndru Goryachkina (2578) þegar fjórum skákum af tólf er lokið. Þrem fyrstu skákunum lauk með jafntefli en Ju vann fjórðu skákina sem fram fór í gær.

Frídagur er í dag en einvíginu verður áframhaldið á morgun. Fyrstu sex skákirnar fara fram í Shanghæ í Kína en seinni heilmingurinn verður tefldur í Vladivostok í Rússlandi.

Nánar um einvígið á Chess.com.

- Auglýsing -