Mynd: Heimasíða SA

Eftir þriðju umferð á Skákþingi Akureyrar hefur Andri Freyr Björgvinsson tekið forystu í A-flokki og Robert Thorarensen í B-flokki og hafa þannig tekið forystu í hvorum flokki. Staðan er þó óljósari en ella vegna frestaðra skáka og gætu Karl Egill Steingrímsson (í A-flokki) og Arna Dögg Kristinsdóttir (í B-flokki) einnig náð þremur vinningum með sigri úr frestuðum skákum.

Úrslit í A-flokki:

Sigurður-Andri     0-1

Elsa-Stefán        1-0

Eymundur-Smári     0-1

Skák Karls og Hjörleifs var frestað. Stöðuna í A-flokki og röðun allra umferða má sjá hér.

Úrslit í B-flokki:

Ólafur-Robert      0-1

Jökull Máni-Árni   0-1

Sigþór-Tobias      1-0

Alexía-Hulda       0-1

Skákum Örnu og Markúsar og Gunnars og Emils var frestað. Stöðuna í B-flokki má sjá hér.

Gert er ráð fyrir að frestaðar skákir verði tefldar á miðvikudag og verður raðað í 4. umferð í B-flokki að þeim loknum.

Af heimasíðu SA.

- Auglýsing -