Séð yfir keppnissalinn. Mynd: Alina l'Ami/Tata Steel Chess

Baráttan á Tata Steel-mótinu í Sjávarvík (Wijk aan Zee) er afar hörð og spennandi. Áttunda umferð fór fram í gær. Íraninn landlausi, Alireza Firouzja (2723), og Bandaríkjamaðurinn, Fabiano Caruana (2822), eru efstir og jafnir með 5½ vinning. Fabi vann sigur á Anand (2758) í skrautlegri skák en Firouzja gerði jafntefli við Jorden Van Foreest (2644).

Forseest er í 3.-4. sæti með 5 vinninga ásamt Wesley So (2765). Carlsen, sem vann loksins sína fyrstu skák, reyndar fyrsta sigurskák hans áratugnum (eða þannig!) þegar hann lagði Nikita Vitiugov (2747) er nú kominn í 5.-6. sæti, heilum vinningi á eftir efstu mönnum.

Staðan eftir átta umferðir.

Það er hart barist í b-flokki.

Í b-flokki er Pavel Eljanov efstur með 5 vinninga. Fjórir keppendur hafa 5 vinninga.

Staðan eftir átta umferðir.

Sjá nánar á Chess.com.

- Auglýsing -