Ju Wenjun er í forystu þegar tveim skákum er lokið. Mynd: Lewis Liu/FIDE

Heimsmeistaraeinvígi kvenna fer fram þessa dagana í Vladivostok í Rússlandi. Eftir sjö skákir var staðan 3½-3½ en þá fóru hlutirnir heldur betur að gerast. Aleksandra Goryachkina (2578) vann áttundu skákina og var því komin í forystu. Það breyttist fljótt því hin kínverska hefur svarað með tveim sigrum og er Ju Wenjun (2584) því í forystu, 5½-4½, þegar aðeins tveim skákum er ólokið.

Frídagur er á morgun. Einvíginu verður framhaldið með elleftu og næstsíðustu skákinni á miðvikudaginn og lýkur á föstudaginn.

 

- Auglýsing -