Arnar Sigurmundsson

Skákþing Vestmannaeyja hófst 16. janúar sl. Tíu skákmenn, sem teflir allir við alla, taka þátt í mótinu sem teflt er með tímamörkunum 60+30.

Þegar fjórum umferðum er lokið er formaðurinn sjálfur, Arnar Sigurmundsson (1651) efstur með 3½ vinning. Hallgrímur Steinsson (1796), sem hefur titil að verja, og Einar Guðlaugsson (1861) eru næstir með 2½ vinning.

Mótstafla á Chess-Results.

- Auglýsing -